Skyliner-200PX

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Frábær stjörnusjónauki fyrir byrjendur og lengra komna sem hugsa stórt! Sjónaukinn er sáraeinfaldur í notkun en nokkuð umfangsmikill en engu að síður nokkuð meðfærilegur. Erfitt er að finna jafn stóran sjónauka sem sýnir manni jafn margt á himinhvolfinu á betra verði! Þetta er einfaldlega einn allra besti stóri byrjandasjónaukinn sem völ er á, sérstaklega þegar mið er tekið af verðinu.
Með sjónaukanum fylgir IntelliScope tölvustýring sem hjálpar þér við að staðsetja 42.900 fyrirbæra á himninum sjálfvirkt. IntelliScope er sáraeinfalt í notkun en leiðbeiningar um notkun þess er að finna hér. 
Með þessum frábæra sjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Sáraeinfalt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi og nokkur tungl Satúrnusar, Úranus og nokkur tungl hans og mjög fín smáatriði á Mars á borð við pólhettur, ský og dökk- og ljósleit svæði og jafnvel sjálft Ólympusfjall!
Djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir sjást einstaklega vel með þessum sjónauka þar sem hann hefur stórt ljósop. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn mæla sérstaklega með þessum frábæra sjónauka.

 • Tegund: Dobson spegilsjónauki
 • Ljósop: 8 tommur (200mm)
 • Brennivídd: 1200mm
 • Brennihlutfall: f/4,7
 • Birtumörk: +14,7
 • Mesta gagnlega stækkun: 400x
 • Stjörnuljósmyndun: Já.

Hvað fylgir með?

 • Allt sem sést á myndinni
 • 25mm Sirius Plössl augngler (48x stækkun)
 • 10mm Sirius Plössl augngler (120x stækkun)
 • 9x50 leitarsjónauki
 • Tveggja ára ábyrgð