Mercury-707

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð: 24.900 kr.-

Fínn byrjandasjónauki sem er bæði einfaldur í uppsetningu og meðfærilegur. Hægt að nota sem útsýnissjónauka líka þótt hann sé fyrst og fremst hugsaður í stjörnuskoðun.

Með þessum fína byrjandasjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar.

 • Tegund: Linsusjónauki
 • Stæði: Þýskt pólstillt
 • Ljósop: 70mm
 • Brennivídd: 900mm
 • Brennihlutfall: f/12,9
 • Mesta gagnlega stækkun: 140x
 • Fugla- og útsýnisskoðun: Já
 • Stjörnuljósmyndun: Nei

Hvað fylgir með í pakkanum? Allt sem þú sérð á myndinni, það er:

 • Þrífótur
 • 25mm augngler (45x stækkun)
 • 10mm augngler (90x stækkun)
 • Miðari
 • Tveggja ára ábyrgð

Þarf ég eitthvað fleira?

Mjög mikilvægt er að eignast góða fylgihluti með AstroMaster 70EQ til að fá sem mest út úr sjónaukanum. Góðir fylgihlutir gera nefnilega góðan sjónauka enn betri og stjörnuskoðunina ánægjulegri.