Mistral WP6

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð:
8x42ED kr. 32.900.-
10x42ED kr. 36.900.-

Mistral WP6 hefur 42mm ljósop, og bíðst með annars vegar 8x eða 10x stækkun, hann inniheldur Bak-4 prismu og fjölhúðaðar safnlinsur sem gefa bjarta og tæra mynd, jafnvel við minnstu birtu skilyrði. Með ED gleri sem gefur björtustu, og skörpustu mynd sem möguleg er.

Gúmmíbrynja styrkir þessa sjónauka og gefur þeim höggstyrk. Skrokkur hans er rakaþurrkaður með nitri og svo þéttur með O-hringjum, sem gerir hann vatns- og þokuheldan.

Fókusfjarlægð í návígi (2m), Sjónsvið á 1.000 m. 129m. Vegur aðeins (8x42) 684g, er því kjörinn í veiði og fuglaskoðun sem og í alla útivist.

ED stendur fyrir "extra low dispersion" = afar lítil ljóstvístrun. Þar sem bylgjulengd rauða, græna og bláa ljóssins er mislöng næst ekki fókus í sama fleti með einu safngleri. Því er öðru gleri með aðra eiginleika bætt í sjónauka/linsuna. Með ED gleri verður meiri skerpa vegna minni litvillu, þ.e. bylgjulengdum ljóssins er beint í fókus á sama fleti.