Megrez 88 Doublet FD APO

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: Hafðu samband

Megrez 88 Doublet FD APO er enn einn glæsilegur linsusjónauki frá William Optics. Í sjónaukanum eru tvær ED linsur sem tryggja frábæra litaleiðréttingu (APO). Túban sjálf er úr hertu áli sem er hvítmálað með gulllitaðri hlíf. Sjónaukinn svipar mjög til Megrez 90 sjónaukans en er með hraðara brennihlutfall (f/5,9) sem gerir hann að betri kosti í stjörnuljósmyndun.

Fókusinn er fyrsta flokks Crayford fókus með 1:10 fínfókusstilli - nauðsynlegt í stjörnuljósmyndunina!

  • Linsa: FPL-53
  • Ljósop: 88mm
  • Brennivídd: 498mm
  • Brennihlutfall: f/5,9
  • Lengd: 397mm
  • Þyngd: 3,4 kg

Hvað fylgir með?

  • Ekkert, sjónaukinn er strípaður enda fyrst og fremst hugsaður í stjörnuljósmyndun.

Þarf ég eitthvað fleira?

  

Losmandy GM-8 þýskt sjónaukastæði

Rafdrifið þýskt sjónaukastæði sem hægt er að tengja við tölvu er nauðsynlegt ef taka á góðar stjörnuljósmyndir með FLT 98 Triplet APO. GM-8 þýska sjónaukastæðið frá Losmandy er meðal bestu sjónaukastæða sem völ er á í sínum verðflokki.

Sjá nánar.

William Optics Eazy Touch Alt-Az sjónaukastæði

Eazy Touch Alt-Az er framúrskarandi handvirkt lóðstillt sjónaukastæði. Stæðið er einstaklega þægilegt í notkun þar sem allar færslur eru silkimjúkar og sjónaukinn einstaklega stöðugur. Hægt er að koma tveimur sjónaukum fyrir á stæðinu sem situr á hágæða viðarþrífæti.

Sjá nánar.

William Optics 2" Dielectric skáspegill

Tveggja tommu skáspegill með 99% endurvarpi skilar bjartri og skarpri mynd úr sjónaukanum upp í augnglerið.

Sjá nánar.

William Optics UWAN augngler

Hágæða augngler með 82° sýndarsjónsviði og hnífskarpri mynd.

Sjá nánar.

  

Myndir