Stjornufraedi.is
FLT 98 Triplet APO
Verð kr.: Hafðu samband |
FLT 98 Triplet APO er án nokkurs vafa einn allra vandaðasti linsusjónaukinn á markaðnum. Í honum eru þrjár lithreinar (APO) FPL-53 linsur sem rússneski sjóntækjafræðingurinn Andriy Strakhov hannaði sérstaklega fyrir William Optics. Þessar frábæru linsur skila kristaltærri, hnífskarpri og bjartri mynd án nokkurrar bjögunar. Sjónaukinn er fullkomlega lithreinn sem tryggir bestu mögulegu útkomu í stjörnuljósmyndun.
Sjónaukinn sjálfur er úr koltrefjaefni sem bæði gerir hann örlítið léttari og stórglæsilegan á að líta. Fókusinn er geysisterkur og sígur ekki þrátt fyrir að þungum myndavélum sé komið fyrir á hann, en er um leið alltaf silkimjúkur. Fókusnum er hægt að snúa 360 gráður og hefur auk þess 1:10 fínfókushnapp fyrir hárfína fókusstillingu sem er vitaskuld nauðsynleg í stjörnuljósmyndun.
- Linsur: Rússneskar FPL-53 linsur
- Ljósop: 98mm
- Brennivídd: 618mm
- Brennihlutfall: f/6,3
- Lengd: 505mm
- Þyngd: 3,5 kg
Hvað er innifalið í verði?
- Festihringir
- Burðartaska
- Fimm ára ábyrgð
Þarf ég eitthvað fleira?
Losmandy GM-8 þýskt sjónaukastæði Rafdrifið þýskt sjónaukastæði sem hægt er að tengja við tölvu er nauðsynlegt ef taka á góðar stjörnuljósmyndir með FLT 98 Triplet APO. GM-8 þýska sjónaukastæðið frá Losmandy er meðal bestu sjónaukastæða sem völ er á í sínum verðflokki. Sjá nánar. | |
William Optics Eazy Touch Alt-Az sjónaukastæði Eazy Touch Alt-Az er framúrskarandi handvirkt lóðstillt sjónaukastæði. Stæðið er einstaklega þægilegt í notkun þar sem allar færslur eru silkimjúkar og sjónaukinn einstaklega stöðugur. Hægt er að koma tveimur sjónaukum fyrir á stæðinu sem situr á hágæða viðarþrífæti. Sjá nánar. | |
William Optics 2" Dielectric skáspegill Tveggja tommu skáspegill með 99% endurvarpi skilar bjartri og skarpri mynd úr sjónaukanum upp í augnglerið. Sjá nánar. | |
William Optics UWAN augngler Hágæða augngler með 82° sýndarsjónsviði og hnífskarpri mynd. Sjá nánar. | |
Myndir
Fókusinn á FLT 98 er hugsaður fyrir kröfuharða stjörnuljósmyndara. Hann er afar sterkbyggður en um leið silkimjúkur og hárfínn. |
|
Stjörnuljósmyndir teknar með FLT 98 Triplet APO