Flip HD

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar


Verð: 47.900 kr.


Flip Ultra HD sem kemst auðveldlega fyrir í vasanu þínum.Þessi örsmáa upptökuvél gerir alla upptöku eins einfalda og mögulegt er án þess að gæðin glatist. Með Ultra HD getur þú deilt háskerpumyndskeiðum (HD) með vinum þínum hvar sem er, hvenær sem er. Á henni er USB tengi svo auðvelt er að tengja hana við tölvu. Hugbúnaður fylgir með. Ultra gerir þér einnig kleift að skoða, klippa og senda myndskeið á vinsælar myndskeiðssíður samstundis. Ultra er afar fyrirferðalítil, handhægt og sáraeinfalt í notkun. Í Ultra HD er endurhlaðanleg rafhlaða sem hleðst um leið og það er sett í samband við tölvu eða rafmagnsinnstungu. Flip Ultra HD er afar fyrirferðalítil, handhægt og sáraeinföld í notkun.


Tæknilegar upplýsingar:

  • 1280x720 pixla upplausn
  • 8 GB innbyggt minni (120 mínútna upptaka)
  • 2x stafrænn aðdráttur
  • 2 tommu LCD litaskjár (til að skoða myndskeið)
  • HDMI-tengi til að tengja beint við sjónvarp
  • Hrystivörn
  • Tengjanlegt við tölvuna með USB.
  • Notar 3 AAA liþíum rafhlöður, hleður í gegnum USB og/eða hleðslutæki.
  • Aðeins 168 grömm

Ultra HD fylgir FlipShare hugbúnaður sem gerir þér kleift að:

  • Geyma og skipuleggja: Horfðu á myndskeiðin þín á tölvunni þinni hvenær sem þú vilt og útbúðu eigin möppur til að raða myndskeiðunum skipulega. Einnig getur þú notað sjálfvirkt flokkunarkerfi.
  • Gefa út á netinu: Sendu myndskeiðin þín samstundis á Youtube, MySpace, AOL Video og fjölmargar aðrar síður. Það hefur aldrei verið svona auðvelt að setja á netið!
  • Sendu myndskeiðin: Sendu myndskeiðin þín til vina og fjölskyldu með fjölmörgum persónulegum kveðjum.
  • Klippa og útbúa myndir: Klipptu myndskeiðin þín og búðu til þín eigin. Bættu inn uppáhalds tónlistinni þinni. FlipShare leyfir þér líka að taka stillimyndir úr myndböndunum þínum.

Flip Ultra HD er fyrir þá sem vilja fyrirferðalitla, einfalda en mjög vandaða upptökuvél.