Augngler

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Augngler eru mikilvægustu fylgihlutir stjörnusjónauka þar sem þau ráða bæði stækkun og sjónsviði myndarinnar. Augnglerin koma í mörgum stærðum og gerðum en góð þumalputtaregla sem hér á sannarlega við er að maður fær það sem maður borgar fyrir.

Celestron

Omni línan frá Celestron inniheldur ódýr en vönduð augngler. Ef þú ert að leita að betri augnglerjum en fylgdu með sjónaukanum þínum eru Omni augnglerin mjög góður kostur.

Omni augnglerin eru fjögurra glerja Plössl með 50° sýndarsjónsviði. Þau eru að sjálfsögðu fjölafspeglunarhúðuð til þess að hámarka skerpu. Mjög góð augngler á hagstæðu verði.

Omni 4mm
Omni 6mm
Omni 9mm
Omni 12,5mm
Omni 15mm
Omni 32mm


X-Cel línan frá Celestron eru góður kostur fyrir þá sem vilja skoða reikistjörnurnar vel og vandlega. X-Cel augnglerin samstanda af sex lágtvístrunarglerjum (ED) sem lágmarka litskekkju sem getur birst þegar horft er á björt fyrirbæri eins og tungl og reikistjörnur. Öll X-Cel glerin eru einslæg sem þýðir að þú þarft lítið sem ekkert að fókusstilla þegar þú skiptir um stækkun. Þau hafa 55° sýndarsjónsvið og 20mm augnfró sem þýðir að mjög þægilegt er að horfa í gegnum þau.

X-Cel 2,3mm X-Cel 5mm
X-Cel 8mm
X-Cel 10mm
X-Cel 12,5mm X-Cel 18mm

Ultima LX línan frá Celestron inniheldur aðeins hágæðaaugngler. Þau hafa mjög vítt 70 gráðu sýndarsjónsvið og góða augnfró sem þýðir að mjög þægilegt er að horfa í gegnum þau. Ultima LX augnglerin eru hnífskörp og kristaltær og keppa aðeins við það besta sem í boði er á markaðnum.

Ultima LX 5mm
Ultima LX 8mm
Ultima LX 13mm
Ultima LX 17mm
Ultima LX 22mm
Ultima LX 32mm

Axiom LX línan frá Celestron samanstendur af hágæða augnglerjum. Þau hafa mjög vítt 82° sýndarsjónsvið og góða augnfró sem þýðir að mjög þægilegt er að horfa í gegnum þau. Axiom LX augnglerin eru hnífskörp og kristaltær og keppa aðeins við það besta sem í boði er á markaðnum.

Axiom LX 7mm
Axiom LX 10mm
Axiom LX 15mm
Axiom LX 19mm
Axiom LX 23mm
Axiom LX 31mm

"For its excellent features, high performance optics, and good engineering - indeed its class leading, all-round performance - the Celestron Axiom takes top spot" (Sky at Night Magazine, February 2010)

Augngler frá Orion

Sirius Plössl eru skörp og góð augngler á mjög góðu verði sem henta byrjendum sérstaklega vel. Orion Stratus hafa víðara sjónsvið og eru í klassa fyrir ofan Sirius Plössl augnglerin; fyrir þá sem gera enn meiri kröfur.

Sirius Plössl Orion Stratus

William Optics

UWAN - vönduðustu augnglerin frá William Optics með 82 gráðu sýndarsjónsvið


28mm UWAN (2") 16mm UWAN (1,25 7mm UWAN (1,25 4mm UWAN (1,25

SPL - mjög vönduð augngler sérstaklega hönnuð til að skoða reikistjörnurnar

12,5, 6 og 3mm SPL

SWAN - vandaðar gleiðlinsur á góðu verði með 68 gráðu sýndarsjónsviði

40mm SWAN (2")
33mm SWAN (2")
25mm SWAN (2")
20mm SWAN (1,25")
15mm SWAN (1,25")
9mm SWAN (1,25")

Súmaugngler - hágæða súmaugngler frá William Optics

22,5 til 7,5mm (1,25")