![]() |
Verð kr.: Hafðu samband fyrir besta verð. |
FLT 158 Triplet APO er án nokkurs vafa einn allra vandaðasti linsusjónaukinn á markaðnum í sínum stærðarflokki. Í honum eru þrjár lithreinar (APO) LZOS OK-4 linsur frá Rússlandi, sérhannaðar fyrir William Optics. Þessar frábæru linsur skila kristaltærri, hnífskarpri og bjartri mynd án nokkurrar bjögunar. Sjónaukinn er fullkomlega lithreinn sem tryggir bestu mögulegu útkomu í stjörnuljósmyndun.
Fókusinn er geysisterkur og sígur ekki þrátt fyrir að þungum myndavélum sé komið fyrir á hann, en er um leið alltaf silkimjúkur. Fókusnum er hægt að snúa 360 gráður og hefur auk þess 1:10 fínfókushnapp fyrir hárfína fókusstillingu sem er vitaskuld nauðsynleg í stjörnuljósmyndun.
![]() | Losmandy G11 þýskt sjónaukastæði Rafdrifið þýskt sjónaukastæði sem hægt er að tengja við tölvu er nauðsynlegt ef taka á góðar stjörnuljósmyndir með FLT 132 Triplet APO. G11 þýska sjónaukastæðið frá Losmandy er meðal bestu sjónaukastæða sem völ er á í sínum verðflokki. Sjá nánar. |
![]() | William Optics 2" Dielectric skáspegill Tveggja tommu skáspegill með 99% endurvarpi skilar bjartri og skarpri mynd úr sjónaukanum upp í augnglerið. Sjá nánar. |
![]() | William Optics UWAN augngler Hágæða augngler með 82° sýndarsjónsviði og hnífskarpri mynd. Sjá nánar. |
![]() |
![]() |