Celestron FirstScope sjónaukinn

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð: 13.900,- (Travelscope 70 kemur í staðinn)

Með kaupum á sjónaukanum frá Sjónaukar.is styrkir þú starfsemi Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Með kaupum á sjónaukanum frá Sjónaukar.is styrkir þú stærsta vísindamiðlunarverkefni sem ráðist hefur verið í Íslandi. Þinn stuðningur er ómetanlegur. Með honum eflum við áhuga á vísindum á Íslandi. 

**Smelltu hér til að lesa gagnrýni Sverris Guðmundsson, stjörnuáhugamanns og eins af ritstjórum Stjörnufræðivefsins, á sjónaukanum.** 

*FirstScope var valinn "Hot Product 2010" af bandaríska stjörnufræðitímaritinu Sky & Telescope (Sjá janúarhefti 2010)*

Eitt mikilvægasta markmið Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar er að veita öllum, sérstaklega börnum, auðvelt aðgengi að stjörnuhimninum með hjálp ódýrra stjörnusjónauka. Þannig má hjálpa börnum og öðru áhugafólki að öðlast grunnskilning á alheiminum.  Til þess að uppfylla þetta markmið, og fagna ári stjörnufræðinnar, útbjó Celestron FirstScope sjónaukann. Sjónaukinn er opinber vara Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009.

Celestron FirstScope sjónaukinn er einstaklega meðfærilegur. Þetta er 76mm spegilsjónauki á Dobsonstæði sem er sáraeinfaldur í notkun. Sjónaukanum fylgja tvö augngler, 20mm og 4mm sem gefa 15x og 75x stækkun.  

Til þess að gera þennan sjónauka enn meira aðlaðandi fylgir honum fylgihlutapakki sem inniheldur:

  • 5x24 leitarsjónauki
  • 12,5mm augngler (24x stækkun)
  • 6mm augngler (50x stækkun)
  • Tunglsía
  • The SkyX stjörnufræðhugbúnaður
  • Burðarpoki

Til að fagna ári stjörnufræðinnar hér á Íslandi fylgir sjónaukanum ennfremur (aðeins ef þú kaupir sjónaukann frá Sjónaukar.is)

Celestron FirstScope sjónaukinn hefur nokkra kosti umfram t.d. Celestron AstroMaster 70 sjónaukana. Hann er mun meðfærilegri og einfaldari í notkun. Hann hefur víðara sjónsvið og örlítið stærra ljósop. Auk þess fylgja honum góðir og mjög gagnlegir fylgihlutir. Stjörnufræðivefurinn og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mæla sérstaklega með þessum fína byrjendasjónauka.

  • Tegund: Dobson spegilsjónauki
  • Ljósop: 3 tommur (76mm)
  • Brennivídd: 300mm
  • Brennihlutfall: f/3,95

Í hnotskurn:

  • Útnefndur opinber vara Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar 2009.
  • 76mm spegilsjónauki á hágæða Dobsonstæði gerir hann að framúrskarandi byrjendasjónauka
  • Sérstaklega meðfærilegur og fisléttur sjónauki sem auðvelt er að geyma, flytja milli staða og setja upp.
  • Mjög einfalt að skoða stjörnuhiminninn með honum. Sjáðu gígana á tunglinu, hringa Satúrnusar og Galíleótunglin umhverfis Júpíter.
  • Frábær fylgihlutapakki fylgir með sem gerir góðan sjónauka enn betri
  • Góður stjörnusjónauki fyrir byrjendur í stjörnuskoðun sem er einfaldur í notkun.

** ATH! Þetta verð er nettilboð sem gildir eingöngu ef sjónaukinn er keyptur beint af Sjónaukar.is.

Þarf ég eitthvað fleira?

Nei! Skráðu þig bara á námskeið hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.

Umsagnir:

Morgunblaðið, sunnudaginn 29. nóvember 2009

Am I impressed? Yes. I will give you fair warning that the Celestron FirstScope telescope is not the Hubble. I will stress to you repeatedly that you are not going to see majestic sweeping spiral arms on tiny galaxies – nor are you going to resolve globular clusters or reveal intricate planetary details. But, what you can expect from this telescope is far, far more than Galileo saw 400 years ago. When put on a steady surface, the Moon will display its tortured surface and Jupiter its moons. Bright, open star clusters will become things to marvel over and the Andromeda Galaxy will look like it truly is next door. Just as the rings of Saturn "disappeared" on Galileo so long ago, you will only see a fine line now to mark their place until the tilt changes again… But who cares when the summer skies are filled with bright nebula to explore, fuzzy globular clusters to capture and the Milky Way curls across the sky like a swarm of fireflies? Do it for your kids… Do it for your grandkids. Do it for yourself as a momento of IYA 2009. You won't be disappointed.
- Tammy Plotner, The Celestron FirstScope Telescope: Official Product of the International Year of Astronomy, Universe Today.com