Orion SkyQuest XT6 Dobsonsjónauki

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Verð kr.: 54.990,-

Hreint út sagt frábær stjörnusjónauki fyrir byrjendur sér í lagi unga stjörnuáhugamenn. Sjónaukinn er sáraeinfaldur í notkun og ótrúlega meðfærilegur þrátt fyrir að hafa 6 tommu ljósop. Þetta er einfaldlega einn allra besti byrjandasjónaukinn sem völ er á, sérstaklega þegar mið er tekið af verðinu.

Með þessum frábæra byrjandasjónauka sérðu bjartar og skarpar myndir af tunglinu og reikistjörnunum. Auðvelt er að sjá tungl og skýjabelti Júpíters og stórbrotið hringakerfi Satúrnusar og fín smáatriði á Mars á borð við pólhettur, ský og dökk- og ljósleit svæði

Djúpfyrirbæri eins og stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir sjást mjög vel með þessum sjónauka þar sem hann hefur nokkuð stórt ljósop. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn mæla sérstaklega með þessum frábæra byrjandasjónauka.

  • Tegund: Dobson spegilsjónauki
  • Ljósop: 6 tommur (150mm)
  • Brennivídd: 1200mm
  • Brennihlutfall: f/8
  • Birtumörk: +13,5
  • Mesta gagnlega stækkun: 300x
  • Stjörnuljósmyndun: Nei, nema aðeins einföld tunglmyndataka

Hvað fylgir með?

  • Allt sem sést á myndinni
  • 25mm Sirius Plössl augngler (48x stækkun)
  • EZ Finder miðari
  • Tveggja ára ábyrgð

Þarf ég eitthvað fleira?

 Gagnlegir fylgihlutir fyrir SkyQuest XT6. Hafðu samband ef þú vilt fá hjálp við valið.

Augngler

Augngler eru langmikilvægustu fylgihlutir stjörnusjónauka. Þau ráða bæði stækkun og sjónsviði hans og það hvort myndin lítur vel út eða ekki. Við mælum með 32mm Sirius Plössl augngleri eða 24mm Orion Stratus augngleri fyrir SkyQuest XT6. Bæði hafa eins vítt sjónsvið og unnt er í 1,25 tommu augnglerjum en hið fyrrnefnda gefur 38x stækkun en það síðarnefnda 50x stækkun. Auk þess mælum við með að minnsta kosti einu í viðbót, til dæmis 12,5mm (96x) og 2x Barlow-linsu sem tvöfaldar stækkun hvers augnglers.

Sjá nánar.

Tungl- og sólarsía

Síur geta reynst mjög gagnlegar í stjörnuskoðun. Tunglsía er mjög gagnleg til að skoða tunglið þar sem hún dregur úr birtu þess. Ljósmengunarsía og aðrar þokusíur gagnast til að skoða djúpfyrirbæri úr ljósmengun. Einnig er hægt að fá litsíur til að skoða reikistjörnurnar og sólarsíu til að skoða sólina á öruggan hátt. Við mælum fyrst og síðast með tunglsíu og sólarsíu.

Sjá nánar.

Starry Night Enthusiast hugbúnaðurinn

Starry Night hugbúnaðurinn er einn allra besti stjörnufræðihugbúnaður sem völ er á. Með honum er hægt að skipuleggja stjörnuskoðun fram í tímann og prenta út eigin stjörnukort. Hugbúnaðurinn er MJÖG gagnlegur fyrir alla stjörnuáhugamenn.

Sjá nánar.