Klear Screen

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Klear Screen er besta leiðin til að hreinsa LCD-, plasma og tölvuskjái. Hreinsiefnið ver skjáina gegn rispum og stöðurafmagni en er auk þess algerlega laust við alkóhól og ammóníak. Úðabrúsinn inniheldur sextíu grömm af efninu sem ætti að endast í tæplega 300 skipti. Örtrefjaklútarnir sem fylgja með má þvo og endurnýta. Varan er að sjálfsögðu umhverfisvæn.

Við hreinsun á LCD-, plasma- og tölvuskjám verður að varast að nota hvaða tusku eða hreinsiefni sem er. Skjárinn getur annars orðið mattur og rispur geta myndast á þeim. Allir framleiðendur skjáa tilgreina þetta í leiðarvísunum sem fylgja raftækjunum.

Efnið má nota á fartölvur, tölvuskjái, LCD-sjónvörp, myndavélalinsur, myndavélaskjái, Playstation, PSP, Nintendo DS, plasma-skjái, myndvarpa, skanna, ljósritunarvélar, geisladiska og DVD-diska.

 

KlearScreen hreinsiefnið og örtrefaklúturinn hentar sérstaklega vel til að hreinsa allar tegundir skjáa, hvort sem tölvuskjái og LCD og plasmasjónvörp. Fægiklútana má þvo og endurnota. Þeir eru linsuhæfir og rispa því ekki yfirborð skjáanna þinna þegar þeir eru notaðir með Klearscreen hreinsiefninu.
Verð: 2.990 kr.

 

Klear Screen Micro-Chamois og Micro-Fiber Combo inniheldur tvo örtrefja klúta. Þeir eru framleiddir úr hágæða örtrefjum, sem eru sérstaklega mjúkir og rispa því ekki. Kosturinn við að eiga báða klútanna er að þeir henta fyrir allar gerðir tækja, skjái og jafnvel myndavélalinsur. Örtrefjaklútana má þvo og endurnýta. Varan er að sjálfsögðu umhverfisvæn.
Verð: 2.990 kr.

Klear Screen hefur verið leiðandi framleiðandi skjáhreinsiefna í yfir áratug. Klear Screen er eina hreinsiefnið fyrir LCD-, plasma og tölvuskjái sem framleiðendur á borð við Apple, HP/Compaq, Dell, Fujitsu, HP, IBM, Panasonic, Samsung, Sony, Sharp, Toshiba og ViewSonic nota og mæla með. Eins nota stóru sjónvarpsfyrirtækin CNN, ESPN og fleiri þessi efni.