Celestron handsjónaukar

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Celestron handsjónaukar eru framleiddir til þess að mæta háum gæðastaðli enda hafa þeir mjög góðan orðstír fyrir skarpa og tæra mynd á frábæru verði. Handsjónaukarnir frá Celestron eru kjörnir í hvers konar útivist, hvort sem verið er að skoða fugla- og dýralíf, stjörnuhiminninn eða einfaldlega útsýnið í kring.

Upclose línan
Upclose 7x50 Upclose 10x50 Upclose 20x50

SkyMaster línan

SkyMaster línan inniheldur fimm handsjónauka með stórt ljósop og mikla stækkun á frábæru verði. Sjónaukarnir eru kjörnir í stjörnuskoðun eða í venjulega náttúruskoðun þar sem skoða á fjarlæga hluti.

SkyMaster 8x56
SkyMaster 9x63 SkyMaster 15x70
SkyMaster 20x80
SkyMaster 25x100

Noble línan

Sérstaklega vandaðir og glæsilegir handsjónaukar fyrir kröfuharða fuglaáhugamenn eða útivistarfólk. Hér er um hágæða handsjónauka sem fara vel í hendur og vasa með frábærum linsum og silkimjúku fókuskerfi. Allir eru sjónaukarnir vatnsheldir og niturfylltir og sömuleiðis eru prismun í þeim phase húðuð sem tryggir hámarks birtu og skerpu. Þessir handsjónaukar hafa fengið toppdóma í tímaritum fuglaáhugamanna.

Noble 8x32
Noble 10x28 Noble 10x50

Outland línan

Outland línan inniheldur þrjá vatnshelda útivistarsjónauka með BAK-4 roof-prisma (þakprisma). Þessir fínu handsjónaukar fara bæði vel í hendur og vasa svo auðvelt að taka þá með í gönguferðina. Verðið skemmir svo sannarlega ekki fyrir!

Outland 8x25 Outland 10x25
Outland 8x42