Stjornufraedi.is
SWAN 83 fugla- og útsýnissjónauki frá William Optics
Verð kr.: 199.900.- |
Einstaklega vandaður lithreinn (APO) linsusjónauki með hágæða japönskum Ohara ED linsum sem skila hnífskarpri, bjartri og kristaltærri mynd. Sjónaukinn er mjög léttur og meðfærilegur og er hægt að nota í stjörnuskoðun, en er þó aðallega hugsaður í fugla- og útsýnisskoðun. Þar að auki getur sjónaukinn nýst sem ljósmyndalinsa með viðeigandi millistykkjum. Með sjónaukanum fylgir hágæða 25-75x súmlinsa sem hægt er að skipta út fyrir aðrar UWAN linsur.
Sjónaukinn er mjög einfaldur í notkun og meðfærilegur svo hægt er að taka hann með sér hvert sem er. Mjög vandaður þrífótur fylgir með og kemur hann líka í tösku eins og sjónaukinn sjálfur. Einn allra vandaðasti fuglasjónauki sem völ er á.
- Linsur: Japanskar Ohara ED linsur
- Ljósop: 83mm
- Stækkun: 25x til 75x
- Vatnsheldur: Já
- Niturfylltur: Já
- Lengd: 560mm
- Þyngd: 2,8 kg
Hvað fylgir í pakkanum?
- 25x til 75x súmaugngler
- Taska
- Fimm ára ábyrgð
Þarf ég eitthvað fleira?
William Optics UWAN augngler Hágæða augngler með 82° sýndarsjónsviði og hnífskarpri mynd. SWAN 83 er einni fugla- og útsýnissjónaukinn sem býður upp á 82 gráðu augngler. Sjá nánar. | |
Myndir
Sjónaukinn fæst hjá:
Sjonaukar.is
Geisli - Vestmannaeyjum(Sími: 481-3333)
Petromyndir - Akureyri(Sími: 462-3520)
Framköllunarþjónustan - Borgarnesi(Sími: 437-1055)
K.F Skagfirðinga - Sauðarkrók(Sími: 455-4500)
Húsgagnaval - Höfn(Sími: 478-2535)