Augnglerja- og síutaska

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar


Verð kr.: 39.900,-
Panta

Alvöru stjörnuáhugafólk verður að eiga góða fylgihluti með sjónaukanum sínum. Í augnglerja- og síutöskunni eru flestir af þeim hlutum sem stjörnuáhugamaður ætti að eiga.

  • Fimm vönduð augngler - 1,25" - fjögurra glerja Plössl með 52° sýndarsjónsvið (32mm glerið hefur 44°) - Gefa góða skerpu og eru tær. Öll augnglerin eru fjölafspeglunarhúðuð til að tryggja hámarksskerpu og upplausn. Í töskunni eru 4mm, 6mm, 9mm, 15mm og 32mm.
  • 2x Barlow linsa - Barlow linsan tvöfaldar brennivídd sjónaukans. Með glerjunum í töskunni getur þú því valið um tíu mismunandi stækkanir. Vönduð Barlow linsa.
  • Sex litsíur - Síur geta hjálpað manni að greina ákveðin smáatriði í lofthjúpum og á yfirborðum reikistjarna. Í töskunni eru #12, #21, #25, #56, #58A og #80A.
  • Tunglsía - Tunglsía dregur úr birtu tunglsins og skerpir á dökkum og ljósum smáatriðum á yfirborðinu.
  • Rautt vasaljós - Rautt vasaljós er nauðsynlegt til að lesa af stjörnukorti í myrkrinu (ekki á mynd)
  • Áltaska - Góð taska til að verja fylgihlutina gegn hnjaski.