Stjornufraedi.is
ZenithStar 80II ED APO
Verð á pakka A kr.: Hafðu samband |
ZenithStar 80 II ED er frábær 80mm tvíglerja lithreinn linsusjónauki sem hentar vel fyrir alla þá sem þurfa góðan stjörnusjónauka ofan á stærri spegilssjónauka, eða einfaldlega einn og sér. Hægt er að nota þennan glæsilega sjónauka til að skoða reikistjörnurnar mjög vel, ljósmyndatöku og athuganir í mikilli stækkun. Í gegnum hann eru allar myndir mjög skarpar og kristaltærar. Glerin í sjónaukanum eru úr japönsku Ohara FPL-51 ED gleri, aðskilin með lofti og að sjálfsögðu afspeglunarhúðuð til að tryggja hámarksskerpu og litaleiðréttingu.
Líkt og allir ZenithStar sjónaukarnir er þessi mjög handhægur og því auðvelt að ferðast með, jafnvel erlendis. Þegar linsan er að fullu útdreginn mælist hann 50cm langur og vegur aðeins 2,8 kg. Í verðinu er innifallinn 1:10 Crayford-fókusstillir sem hægt er að snúa 360° og rakaþétt áltaska sem ver sjónaukann gegn hnjaski.
- Linsur: japanskar Ohara FPL-51 ED
- Ljósop: 80mm
- Brennivídd: 545
- Brennihlutfall: f/6,8
- Lengd: 430mm
- Þyngd:
Hvað er innifalið í tilboðspakka A?
- ZenithStar 80II ED APO
- Burðartaska
- 2" dielectric skáspegill
- Red Dot miðari
- BTR-188 þrífótur